139. löggjafarþing — 166. fundur,  17. sept. 2011.

gjaldeyrismál og tollalög.

788. mál
[13:16]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Hér verða gjaldeyrishöftin framlengd til ársloka 2013 eða í umtalsvert styttri tíma en ætlað var að samþykktri breytingartillögu minni við umræðuna. Þá hefur verið fallið frá smásmyglislegum kröfum á almenning um skilaskyldu á ferðamannagjaldeyri og þar er dregið úr þeim óþægindum sem höftin valda almenningi. Gott þverpólitískt samstarf hefur tekist um úrbætur á málinu í meðförum þingsins þó að ekki séu allir sáttir við niðurstöðuna og er ástæða til að þakka fyrir það.