139. löggjafarþing — 166. fundur,  17. sept. 2011.

vatnalög.

561. mál
[14:01]
Horfa

Mörður Árnason (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Ég fagna því eins og aðrir á undan mér að við erum núna loksins að rétta af þessa vitleysu með vatnalögin árið 2006 og taka upp gömlu góðu lögin með eins traustum almannarétti og hægt er að gera ráð fyrir og takmörkunum á einkaeignarréttinum. En við eigum brekku eftir, eins og Hannes Hafstein sagði. Við eigum eftir heildarendurskoðun á þessum lögum, þar á meðal auðlindalögunum vondu frá 1998.

Um tillögu hv. þm. Margrétar Tryggvadóttur verð ég að segja eins og í auglýsingunni, sem mér finnst alltaf vera um hæstv. efnahagsráðherra: „Það er ekki nóg að vera brúnn og sætur, þú mátt ekki missa af NIZZA.“