139. löggjafarþing — 166. fundur,  17. sept. 2011.

húsnæðismál.

100. mál
[14:14]
Horfa

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég talaði í gær um örstutt auðnuspor í þá átt að afnema verðtrygginguna. Það eru mörg stærri og fleiri spor í þá átt sem verður að taka til að ná lokatakmarkinu en þetta er spor í rétta átt. Vissulega verður að huga að ýmsu í þeim efnum, m.a. öflugri upplýsingagjöf, en lokatakmarkið í mínum huga er skýrt: Það er afnám verðtryggingar og að koma böndum á þær vaxtabyrðar sem lánsfjármagn býr við.