139. löggjafarþing — 167. fundur,  17. sept. 2011.

dagskrá fundarins.

[15:47]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S):

Virðulegi forseti. Ég get glatt hv. þm. Róbert Marshall með því að þetta mun ekki endurtaka sig á septemberstubbi. Þetta er vonandi í síðasta sinn sem við höfum hann vegna þess að við vorum að breyta þingsköpunum.

En mig langaði til að það kæmi fram að á fundi þingflokksformanna var ekki rætt um hið umdeilda mál nr. 13, hvort það ætti að fara af dagskrá eða vera þannig að ég lýsi mig algerlega saklausa af því að hafa tekið nokkrar ákvarðanir um afdrif þess máls.