139. löggjafarþing — 167. fundur,  17. sept. 2011.

dagskrá fundarins.

[15:48]
Horfa

Ásbjörn Óttarsson (S):

Virðulegi forseti. Eftir síðustu orðaskipti sem hv. þm. Ragnheiður E. Árnadóttir benti á um að mál nr. 13 hefði ekki komið til umtals á þingflokksformannafundum þar sem var verið að ræða dagskrána þá held ég að menn hljóti að líta þannig á að það hafi verið ákveðin mistök af hæstv. forseta að taka málið af dagskrá þar sem einungis tekur um eina mínútu að afgreiða málið. Því hvet ég hæstv. forseta að setja málið á dagskrá ellegar að upplýsa hvers vegna málið var tekið af dagskrá þegar það er ekki einu sinni rætt á fundi með þingflokksformönnum af hverju það er tekið af dagskrá. Eru það hugsanlega einhverjir einstaka hæstv. ráðherrar sem taka svona mál af dagskrá? Ekki veit ég það. Ég bið hæstv. forseta annaðhvort að setja málið á dagskrá eða upplýsa þingmenn um af hverju málið er ekki á dagskrá.