140. löggjafarþing — 6. fundur,  11. okt. 2011.

tillögur stjórnlagaráðs um breytingar á stjórnarskrá Íslands.

3. mál
[18:05]
Horfa

Guðmundur Steingrímsson (U) (andsvar):

Frú forseti. Þetta er mjög mikilvægur greinarmunur og lýsir kannski mismunandi nálgun okkar tveggja til þessa verkefnis. Ég finn mig ágætlega í því vegna þessarar lýðræðislegu nálgunar sem við lögðum upp með að nota orðið „við“ um þetta vegna þess að ég er hluti af þjóðinni, Íslendingum, og lít svo á að við séum að gera þetta saman. Í raun lít ég svo á að í umfjöllun minni um þetta frumvarp sé ég einn af 240–250 þús. Íslendingum sem eiga að ákveða þetta á endanum. Og vegna þess að þetta er lýðræðislegt ferli sem við lögðum upp með og vegna þess að við ákváðum að halda þjóðfund og kjósa til stjórnlagaráðs finn ég mig sem sagt mjög vel í því að nota persónufornafnið „við“. En hv. þingmaður lítur kannski á þjóðina sem „suma“. (Gripið fram í.)