140. löggjafarþing — 18. fundur,  8. nóv. 2011.

hlutafélög og einkahlutafélög.

191. mál
[19:17]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S):

Virðulegi forseti. Við ræðum hér frumvarp til laga um breytingar á lögum um hlutafélög og lögum um einkahlutafélög. Frumvarpið gengur út á að einfalda samruna, skiptingarreglur o.fl.

Þetta er tæknilegt mál og mér sýnist að efnislega sé þetta í lagi en eins og hæstv. ráðherra sagði verður frumvarpinu vísað til efnahags- og viðskiptanefndar og þar mun það hljóta þá umfjöllun sem þarf. Þar munum við fulltrúar Sjálfstæðisflokksins skrifa greinargerð eða vera aðilar að greinargerð með meiri hluta nefndarinnar og þar mun koma fram sú gagnrýni sem við höfum á þetta ef hún er einhver. En annars sýnist mér þetta vera tiltölulega einfalt tæknilegt mál.