140. löggjafarþing — 20. fundur,  10. nóv. 2011.

fjáraukalög 2011.

97. mál
[12:19]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Sigríður Ingibjörg Ingadóttir) (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Meiri hluti fjárlaganefndar leggur til að þessi heimild verði veitt. Hún er veitt á grundvelli laga sem eru skýr um það að framkvæmdin verði að standa undir sér og það er fjármálaráðherra að tryggja að svo sé þegar hann skuldbindur ríkissjóð með þessum hætti.

Ef svo verður, þegar Alþingi fer með sitt eftirlitsvald, að í ljós kemur að eitthvað er með öðrum hætti þá bregst Alþingi auðvitað við með viðeigandi hætti. (Gripið fram í: Hver borgar það?)