140. löggjafarþing — 53. fundur,  2. feb. 2012.

afnám verðtryggingar.

[11:02]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (F):

Frú forseti. Árið 1996 skrifaði hæstv. forsætisráðherra grein um að það ætti að afnema verðtrygginguna. Það er töluvert mörgum árum áður en evran var fundin upp og maður veltir fyrir sér þegar maður hlustar á hæstv. forsætisráðherra hvort hann sé að skipta um skoðun. Það má heyra á máli hennar að skiptar skoðanir séu um afnám verðtryggingar og annað.

Raunhæfar leiðir hafa komið fram og ef hæstv. forsætisráðherra mundi kynna sér þær hugmyndir og þær leiðir sem meðal annars Hagsmunasamtök heimilanna hafa lagt fram um það hvernig megi afnema verðtrygginguna mundi hæstv. forsætisráðherra komast út úr þeirri villusýn að það verði eingöngu gert með því að ganga í Evrópusambandið. Ég hvet hæstv. forsætisráðherra til að sýna nú í verki að hún sé maður að meiri og láti þau orð sem hún lét falla á árum áður, (Forseti hringir.) aftur og ítrekað, ganga eftir. Ég heiti mínum stuðningi við hæstv. forsætisráðherra (Forseti hringir.) í því efni.