140. löggjafarþing — 72. fundur,  13. mars 2012.

þjóðaratkvæðagreiðsla um aðlögunar- og viðræðuferli Íslands og Evrópusambandsins.

39. mál
[18:06]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Svar hv. þingmanns sem ég þakka fyrir var á þann veg að Ísland gangi inn í fyrir fram ákveðið ferli sem Evrópusambandið stjórnar og ræður. Það hefur komið fram að ákveðnir kaflar séu ekki opnaðir því að Evrópusambandið er ekki tilbúið til þess. Ef á að raða þeim í forgangsröð sem er kannski ekki heppilegt eru tveir kaflar sem skipta okkur einna mestu máli. En er það ekki staðreynd málsins þegar við horfum til Evrópusambandsins í dag, vorið 2012, að allt annað Evrópusamband blasir við okkur en sótt var um aðild að sumarið 2009? Eru ekki forsendurnar kannski brostnar erlendis, úti í Evrópu, sem kallar á að málið verði tekið til gagngerrar endurskoðunar á Alþingi?