140. löggjafarþing — 87. fundur,  24. apr. 2012.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

727. mál
[15:00]
Horfa

Ásbjörn Óttarsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svörin. Mig langar að spyrja hv. þingmann um það núna þegar verkefnisstjórnin skilar af sér þessari miklu og góðu vinnu sem hefur staðið mjög lengi — við vitum auðvitað að sumum finnst og lítið vera í verndunarflokknum og öðrum of lítið í virkjunarflokknum sem við tölum kannski um í hinum pólitísku deilum hvernig ætti að standa að: Hvert er mat hans, eftir að allri þessari vinnu hefur verið skilað til þingsins og breytingum sem gerðar hafa verið á tillögunni í meðförum tveggja hæstv. ráðherra, á gildi vinnu þeirra sem stóðu að því í upphafi þverpólitískt að leggja þetta í þennan farveg? Síðan hlaupa sumir frá þeirri samþykkt og ætla að fara að hringla í þessu núna eftir að búið er að skila verkinu. Hver er skoðun hv. þingmanns á gildi vinnunnar eftir að þetta (Forseti hringir.) var gert?