140. löggjafarþing — 87. fundur,  24. apr. 2012.

heimild til að fjármagna gerð jarðganga undir Vaðlaheiði.

718. mál
[19:39]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Í kjördæmi hv. þingmanns eru göng sem heita Norðfjarðargöng og samkvæmt samgönguáætlun á að bora þau göng eftir einhvern tíma. Hvað finnst hv. þingmanni um að verið sé að taka fram fyrir önnur göng með því að ríkið láni opinberum aðilum til að byggja göng annars staðar, þ.e. það er opinber aðili sem er að lána opinberum aðilum til að byggja opinber göng sem fara fram fyrir á samgönguáætlun?