140. löggjafarþing — 93. fundur,  2. maí 2012.

lengd þingfundar.

[15:40]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég vil byrja á að taka undir með hv. þingmanni sem talaði á undan mér. Ég hvet menn til að skoða dagskrána, þá sjá menn áhersluatriði og forgang ríkisstjórnarinnar í verki. Þau mál sem koma heimilunum best eru aftast á listanum. Hér ætla stjórnarliðar, þ.e. ef einhver stjórnarliði verður hér, ég á ekki von á að þeir verði margir í kvöld en það verður þó fróðlegt að fylgjast með því, að keyra í gegn mál sem var ekki einu sinni sent til umsagnar. Ég hvet áhugasama til að lesa grein hæstv. forsætisráðherra frá því fyrir nokkrum dögum þar sem hún skrifar um að hún og ríkisstjórnin og stjórnarmeirihlutinn séu að fara sérstaklega eftir tillögum rannsóknarnefndar Alþingis og þingmannanefndarinnar.

Virðulegi forseti. Stóð ekki eitthvað um vandaða málsmeðferð þingsins þar? Mig minnir það.