140. löggjafarþing — 93. fundur,  2. maí 2012.

heilbrigðisstarfsmenn.

147. mál
[15:56]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við erum að taka til afgreiðslu frumvarp til laga um heilbrigðisstarfsmenn sem verið hefur lengi í vinnslu og vinnan í velferðarnefnd hefur gengið vel. Við fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í þessari nefnd leggjum þó til eina breytingartillögu, en ég vil af þessu tilefni þakka nefndarmönnum fyrir góða samvinnu og formanni velferðarnefndar fyrir ágæta stjórn í tengslum við frumvarpið. Ég legg til að þingmenn styðji breytingartillögur mínar og hv. þm. Unnar Brár Konráðsdóttur þar sem kveðið er sérstaklega á um að læknar beri læknisfræðilega ábyrgð á greiningu og meðferð sjúklinga og að aðrir heilbrigðisstarfsmenn beri ábyrgð hver á sínu sviði.

Virðulegi forseti. Ég skora á þingheim að veita frumvarpinu brautargengi í atkvæðagreiðslu.