140. löggjafarþing — 94. fundur,  3. maí 2012.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

699. mál
[21:01]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er nú enginn annar en hæstv. fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, núverandi hv. þm. Jón Bjarnason, sem hefur fullyrt þetta. Hann hefur langa reynslu af samskiptum við Evrópusambandið. Nú er hæstv. forsætisráðherra komin í salinn en lætur ekki sjá sig í sæti sínu, þarna fékk þingmaðurinn tækifæri til að beina þeirri spurningu til hæstv. forsætisráðherra hvort hvalirnir fari undir nýtt atvinnumálaráðuneyti eða umhverfis- og auðlindaráðuneyti. Það væri nefnilega nokkuð fróðlegt fyrir okkur þingmenn í stjórnarandstöðunni, þ.e. þingmenn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, því nú er Hreyfingin orðin stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar án ráðuneytis, að fá svör við þessu. Það eru grundvallarhagsmunir fyrir íslensku þjóðina hvort hvalurinn fari inn í umhverfis- og auðlindaráðuneytið eða ekki, sérstaklega í ljósi þess að umsjón hvalveiðimála í Evrópusambandinu flokkast til umhverfismála. Þetta er mjög athyglisverð (Forseti hringir.) spurning. Hvet ég þingmanninn til að dýrka (Forseti hringir.) hæstv. forsætisráðherra til að koma upp í ræðustól (Forseti hringir.) og svara þessu. (Forseti hringir.)