140. löggjafarþing — 113. fundur,  5. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[21:57]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Við ræðum hér ýmis nefndarálit og breytingartillögur. Ég hefði gjarnan viljað spyrja hv. þm. Þór Saari hvaða hugsun lægi að baki því að setja 99 kr. í almennt veiðigjald á hvert þorskígildiskíló og hvernig það virkaði þjóðhagslega, af því að hann er hagfræðingur. Ég sakna hans við umræðuna sem og fleiri, bæði nefndarmanna og þeirra annarra sem flytja hér og skrifa undir nefndarálit.