140. löggjafarþing — 118. fundur,  11. júní 2012.

tap ríkissjóðs vegna fjármálafyrirtækja.

[10:39]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (F):

Virðulegur forseti. Hæstv. fjármálaráðherra sagði í svari sínu áðan að það væri stór ákvörðun að taka niður einkafyrirtæki en hafa ber í huga að stofnað var nýtt fyrirtæki. Það var gert á grundvelli laga nr. 125/2008. Telur hæstv. ráðherra að honum hafi á sínum tíma verið stætt á því að nýta sér þau lög til að halda málinu utan við umræðu hér í þinginu í ljósi þess að í lögunum kemur fram að þau skuli endurskoða fyrir árslok 2009? Telur hæstv. núverandi fjármálaráðherra að sér hafi verið stætt á því að nýta þessi lög nú því að endurskoðun hefur ekki farið fram þrátt fyrir að lögð hafi verið fram tillaga um það í þinginu?

Í öðru lagi spyr ég hæstv. fjármálaráðherra: Hversu mikið tap var ríkisins af þeim inngripum fjármálaráðherra sem gerð hafa verið á grundvelli þessara laga frá upphafi árs 2010? Þar vísa ég til ýmissa fjármálastofnana í ljósi þeirra upplýsinga sem við höfum nú um tap ríkisins af inngripinu í SpKef. Hversu mikið má gera ráð fyrir að tap ríkisins verði í heild af inngripum fjármálaráðherra á grundvelli laga nr. 125/2008?