141. löggjafarþing — 16. fundur,  10. okt. 2012.

Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu.

194. mál
[18:14]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Hv. þingmaður svaraði eiginlega hvorugri spurningunni hvort eðlilegt sé að veita stóraukið fé til Ríkisútvarpsins á sama tíma og það vantar tæki og verið er að segja upp fólki og láta fólk vinna meira á sjúkrastofnunum landsins, lögreglunni og mjög víða annars staðar, hvort þetta sé rétti tíminn til að fara út í að gusa út peningum.

Hv. þingmaður svaraði heldur ekki spurningunni um það hvort fólk getur fræðilega séð nokkurn tíma verið óháð þeim sem skammtar því peninga og salt í grautinn.