141. löggjafarþing — 17. fundur,  11. okt. 2012.

kosningar til Alþingis og kosningar til sveitarstjórna.

180. mál
[12:25]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (S) (andsvar):

Frú forseti. Þá vil ég halda áfram og þakka kærlega fyrir svarið. Það eru þingkosningar eftir rúmt hálft ár og mig langar að spyrja: Mun hv. þingmaður og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd beita sér fyrir breytingum á kosningalögunum fyrir næstu þingkosningar þannig að allir fatlaðir geti þá notið þeirrar aðstoðar sem þeir þurfa á að halda til þess einmitt að geta nýtt einn mikilvægasta rétt sinn í lýðræðissamfélagi, þ.e. að kjósa? Mun nefndin beita sér fyrir breytingum í þá veru fyrir næstu þingkosningar?