141. löggjafarþing — 18. fundur,  11. okt. 2012.

Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu.

194. mál
[14:21]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það hvarflar ekki að mér að tala neinar athugasemdir niður. Ég var að veita skýringar á því sem hv. þingmaður nefndi hér í gær.

Hvað varðar kjörtíma stjórnar kemur fram í frumvarpinu að stjórn skuli kosin á aðalfundi sem haldinn er árlega. Það bendir til þess, ekki satt, hv. þingmaður, að stjórnin sé kosin til eins árs ef hún skal kosin á aðalfundi sem haldinn er árlega. Það sem ég var eingöngu að benda á er að ekki var talið skylt að nefna ohf. í frumvarpinu, en það breytir í raun og veru engu eins og hv. þingmaður segir. Ég tel að þetta sé tæknilegt atriði sem fari til úrvinnslu hv. allsherjar- og menntamálanefndar.