141. löggjafarþing — 18. fundur,  11. okt. 2012.

opinber stuðningur við vísindarannsóknir.

198. mál
[14:44]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegur forseti. Já, sú umræða hefur átt sér stað í ríkisstjórninni og í Vísinda- og tækniráði sem situr nú og þar liggur auðvitað fyrir mjög skýr stefna um einföldun sjóðakerfisins. Ég persónulega hef þá skoðun að með þessu frumvarpi sé verið að stíga skref í átt til einföldunar grunnrannsóknamegin og ég tel að stíga eigi sambærilegt skref hinum megin. Ég tel að við eigum að horfa á málefni samkeppnissjóða á sviði nýsköpunar hvort sem þeir heyra undir tækniþróun, sjávarfang eða landbúnað eða hvað annað undir einum hatti. Það er því mín skoðun að þar mætti fara í sambærilega einföldun.