141. löggjafarþing — 19. fundur,  16. okt. 2012.

varamenn taka þingsæti.

[13:35]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Borist hefur bréf frá 5. þm. Reykv. n., Árna Þór Sigurðssyni, um að hann geti ekki gegnt þingmennsku á næstunni. Í dag, 16. október, tekur því sæti á Alþingi 2. varamaður á lista Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í kjördæminu, Davíð Stefánsson, og er hann boðinn velkominn til starfa. 1. varamaður flokksins í kjördæminu hefur boðað forföll.

Borist hefur bréf frá 7. þm. Norðvest., Ólínu Þorvarðardóttur, um að hún verði erlendis í opinberum erindagjörðum á næstunni og geti því ekki gegnt þingmennsku á meðan. Í gær, 15. október, tók því sæti á Alþingi 1. varamaður á lista Samfylkingarinnar í kjördæminu, Arna Lára Jónsdóttir, og er hún boðin velkomin til starfa. Þessi skipti hafa verið kynnt á vef þingsins.

Borist hefur bréf frá 9. þm. Norðaust., Tryggva Þór Herbertssyni, um að hann verði erlendis í opinberum erindagjörðum á næstunni og geti því ekki gegnt þingmennsku á meðan. Í gær, 15. október, tók því sæti á Alþingi 1. varamaður á lista Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu, Arnbjörg Sveinsdóttir, og er hún boðin velkomin til starfa. Þessi skipti hafa verið tilkynnt á vef Alþingis.

Borist hefur bréf frá 6. þm. Norðvest., Lilju Rafneyju Magnúsdóttur, um að hún verði erlendis í opinberum erindagjörðum á næstunni og geti því ekki gegnt þingmennsku á meðan. Í gær, 15. október, tók því sæti á Alþingi 1. varamaður á lista Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í kjördæminu, Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, og er hún boðin velkomin til starfa. Þessi skipti hafa verið tilkynnt á vef Alþingis.

Borist hefur bréf frá 10. þm. Suðurk., Margréti Tryggvadóttur, um að hún verði erlendis í opinberum erindagjörðum á næstunni og geti því ekki gegnt þingmennsku á meðan. Í gær, 15. október, tók því sæti á Alþingi 1. varamaður á lista Hreyfingarinnar í kjördæminu, Jón Kr. Arnarson, og er hann boðinn velkominn til starfa. Þessi skipti hafa verið tilkynnt á vef Alþingis.