141. löggjafarþing — 19. fundur,  16. okt. 2012.

hernaður NATO í Líbíu.

[13:42]
Horfa

utanríkisráðherra (Össur Skarphéðinsson) (Sf):

Það er algjörlega ljóst að ríkisstjórn Íslands mun ekki hafa neitt frumkvæði að því, ekki fremur en hún hafði frumkvæði gagnvart því sem gerðist í Líbíu. Hins vegar er hv. þingmaður það lengi búinn að vera í þessum sölum að hann veit að utanríkisráðherrann er löghlýðinn maður. Hann fór að lögum gagnvart aðgerðunum í Líbíu. Hann leitaði ráða, eins og honum ber, hjá utanríkismálanefnd og hann lagði það undir þingið þannig að mín ákvörðun og mín afstaða mótast af því sem þingið hefur um þetta að segja. Engar ákvarðanir verða teknar í þessum efnum án þess að þingið verði spurt, (Gripið fram í.) annaðhvort innan utanríkismálanefndar eða í þessum sölum, eins og ég gerði tveimur sinnum, áður en einhver afstaða er mótuð. (Gripið fram í: Þú sagðir ekki …)