141. löggjafarþing — 31. fundur,  7. nóv. 2012.

rannsókn á einkavæðingu banka.

50. mál
[16:20]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Eins og komið hefur fram í máli nokkurra ræðumanna þá liggur auðvitað fyrir ýmislegt efni um þá atburði sem tillagan sem hér er til atkvæðagreiðslu gengur út á. Telji menn nauðsynlegt og telji menn ástæðu til að skoða einstaka þætti þess betur, þeirrar atburðarásar, sé ég ekki ástæðu til að leggjast gegn því.

Ég kom hins vegar aðallega upp til að lýsa stuðningi við breytingartillögu hv. þm. Vigdísar Hauksdóttur vegna þess að ég held að hún snúist um miklu meira áríðandi efni. Þar er ekki verið að tala um einkavæðingu sem átti sér stað fyrir 10–15 árum heldur einkavæðingu sem átti sér stað fyrir tveimur árum og hefur miklu meiri áhrif á það sem við erum að fást við hér í dag en það sem löngu er liðið. Ég hefði því talið eðlilegt að taka þann þátt inn í þessa tillögu og afgreiða hann með sama hætti. Ég lýsi þess vegna yfir stuðningi við tillögu Vigdísar Hauksdóttir en fagna því að víðtækari (Forseti hringir.) stuðningur virðist vera við þá efnislegu tillögu ef hún kemur fram sem sérþingmál.