141. löggjafarþing — 32. fundur,  8. nóv. 2012.

fjáraukalög 2012.

153. mál
[11:28]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Björn Valur Gíslason) (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Fjárlaganefnd hefur að venju leitað álits fjölmargra aðila á fjáraukalagafrumvarpinu og tekið hefur verið á móti fjölmörgum gestum. Ég hef ekki tölu yfir það hve margir þeir eru í augnablikinu, ég man það ekki. Það eru fjölmargir aðilar, sveitarstjórnir og það eru aðilar sem hafa óskað eftir að eiga samráð við okkur hvað þetta varðar.

Ábyrgð fjáraukalagafrumvarpsins er hjá Alþingi. Það er Alþingi sem ber ábyrgð á að afgreiða málið. Það er það sem við erum að gera í dag. Ég tel málið ágætlega búið til umræðu og afgreiðslu og sé ekkert því til fyrirstöðu að við afgreiðum það þó að ríkisendurskoðandi hafi ekki fengið það til umfjöllunar.