141. löggjafarþing — 38. fundur,  20. nóv. 2012.

stjórnarskipunarlög.

415. mál
[15:27]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég ætlaði að inna hv. formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, Valgerði Bjarnadóttur, eftir afstöðu hennar til hugmynda um heildstætt og skipulegt mat á tillögum stjórnlagaráðs, eins og rætt er um í skilabréfi sérfræðingahópsins, en mér skilst að hv. þm. Álfheiður Ingadóttir muni koma nánar inn á þá þætti á eftir.

Þá vil ég spyrja hv. þingmann hvort hún gæti gert nánari grein fyrir því sem kom fram í niðurlagi ræðu hennar varðandi þær hugmyndir sem hún hefur um endapunkt málsins og þá hugsanlegu þjóðaratkvæðagreiðslu sem nefnd var í því sambandi.