141. löggjafarþing — 38. fundur,  20. nóv. 2012.

stjórnarskipunarlög.

415. mál
[15:30]
Horfa

Frsm. meiri hluta stjórnsk.- og eftirln. (Valgerður Bjarnadóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Já, það er ánægjulegt að við hv. þm. Birgir Ármannsson séum sammála um þetta. Guð láti gott á vita.

Ég vil líka segja að í pólitík og lífinu öllu er það mín skoðun að það sé sjálfsagt að velta upp hugmyndum, tala um þær og skoða þetta og skoða hitt. Maður á ekki að skoða í mörg ár en maður á aðeins að fá að velta upp hugmyndum án þess að það sé alltaf sett ofan í við mann eins og eitthvað annað sé í gangi. Maður má velta fyrir sér hvort maður ætlar beint áfram eða aftur á bak og talað um það smástund (Gripið fram í: Aðallega …) og svo keyrir maður annaðhvort beint áfram eða bakkar. [Hlátur í þingsal.]