141. löggjafarþing — 40. fundur,  22. nóv. 2012.

stjórnarskipunarlög.

415. mál
[16:38]
Horfa

Frsm. meiri hluta stjórnsk.- og eftirln. (Valgerður Bjarnadóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mér finnst það koma til greina að senda tillögu Péturs H. Blöndals og biðja Feneyjanefndina að gefa álit sitt, mér finnst það alveg sjálfsagt. Mér dettur ekki annað í hug. Það hvarflar ekki annað að mér.

Síðan getum við haft hinar ýmsu skoðanir á því hvernig eigi að orða hlutina. Pétur H. Blöndal hefur sagt að hann telji að ekki eigi að orða þetta þannig að rétturinn sé tryggður. Mér finnst þetta smekksatriði en ekki grundvallaratriði, en auðvitað ræðum við það líka.