141. löggjafarþing — 42. fundur,  29. nóv. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[11:59]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Björn Valur Gíslason) (Vg) (andsvar):

Virðulegur forseti. Nei, þetta er svo sannarlega ekkert óvænt eða eitthvað sem er að koma upp í dag. Ekkert frekar en önnur mál sem við höfum verið að takast á við og gera breytingartillögur um. Ég nefni tækjakaup á Landspítalanum, framhaldsskólana, ýmislegt í velferðarmálum sem ég nefndi hér áðan. Það var ekkert óvænt og var ekki að koma upp í dag eða gær en er verið að bregðast við.

Ég tek hins vegar undir orð hv. þingmanns varðandi vanda í lögreglumálum og í lögreglunni og vona að við náum að vinna einhverjar tillögur í þá átt að bæta þar úr þótt ekki væri nema að einhverjum hluta, að snúa við þeirri þróun sem þar hefur verið, á milli 2. og 3. umr. og treysti á stuðning hv. þingmanns í því.