141. löggjafarþing — 42. fundur,  29. nóv. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[15:38]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Höskuldur Þórhallsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Jú, ég deili þeim skoðunum og ég tel að það sé mjög mikilvægt að ráðist verði í þá vinnu. Ég hef heyrt einstaka þingmenn úr röðum meiri hlutans viðurkenna að þetta hafi verið röng skref og ég held að hver sé maður að meiru að standa upp og segja að kannski hafi menn farið fullgeyst í þessi verkefni. Það liggur fyrir að mörg mikilvæg verkefni úti á landi fá ekki nauðsynlegan fjárstuðning og það sem verra er, það sem átti að leiða til aukins gagnsæis hafi í rauninni haft þveröfug áhrif. Það er eitthvað sem ég hef miklar áhyggjur af.