141. löggjafarþing — 60. fundur,  21. des. 2012.

vörugjöld og tollalög.

473. mál
[11:25]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Hér er verið að hækka þau mörk sem eru á því sem menn mega taka með sér til landsins þegar þeir koma hingað, úr 65 þús. kr. í 88 þús. kr. sem er bara eðlileg verðlagshækkun, og falla frá hámarki á einstakan hlut sem var 32 þús. kr. en lýtur sömu lögmálum og hitt markið.

Ég vil hins vegar taka fram af þessu tilefni að athygli nefndarinnar hefur verið vakin á því að ákvæði um farmenn og aðra slíka hópa kunni að þurfa að sæta sömu verðlagsuppfærslu. Við munum skoða það milli umræðna og áskiljum okkur rétt til að flytja breytingartillögur við 3. umr. þess vegna.