141. löggjafarþing — 60. fundur,  21. des. 2012.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

468. mál
[11:54]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Mig langar til að spyrja hv. formann nefndarinnar hvort það hefði ekki verið betra að fá þessi frumvörp fram í september og hvort það væri ekki betra að vinna þau rólegar. Hefði ekki verið betra að hafa þetta við afgreiðslu fjárlaga sem voru samþykkt í gær þannig að vinnubrögðin væru betri en þau eru núna þegar menn gera breytingar og afturkalla þær svo degi seinna? Er ekki dálítið mikill hasar í þessari lagasetningu sem getur náttúrlega auðveldlega leitt til afskaplega slæmra mistaka?