141. löggjafarþing — 64. fundur,  14. jan. 2013.

stefna ríkisstjórnarinnar í ESB-viðræðunum.

[15:14]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg):

Ég held að ég geti lofað hv. þingmanni og formanni Framsóknarflokksins því að þessi mál verða ekki látin liggja í þagnargildi innan Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs á komandi vikum, í aðdraganda næstu kosninga. Fyrir liggur að efna til flokksráðsfundar áður en þessi mánuður er úti og í febrúarmánuði verður haldið landsþing Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs þar sem þessi mál verða rædd og hvernig við viljum halda á þeim þegar þetta kjörtímabil er úti og nýtt kjörtímabil gengur í garð.

Það sem núna skiptir máli, eins og komið er, er ekki hvað gerist á næstu dögum eða vikum heldur hvort við ætlum að halda þessum málum til frambúðar og þá í hvaða farvegi. Þar er mín afstaða alveg skýr.