141. löggjafarþing — 76. fundur,  31. jan. 2013.

stjórnarskipunarlög.

415. mál
[12:34]
Horfa

Atli Gíslason (U) (andsvar):

Frú forseti. Ég nefndi að það gæti orðið sá raunveruleiki að hver ný ríkisstjórn gerði sínar breytingar eða breytti túlkuninni (Gripið fram í.) og varðandi kosningalögin.

Ég nefndi örfá dæmi en mín umsögn er alls ekki tæmandi um öll ákvæði frumvarpsins. Það var óvinnandi vegur á þeim stutta tíma sem ég hafði. Mitt megininnlegg hér snerist þó um verkefni umhverfis- og samgöngunefndar, að fjalla um þá málaflokka sem sneru að henni.

Talað er um að skoða afleiðingar frumvarpa, réttaráhrif, áhrif á stjórnskipan okkar, og eitt af þeim ákvæðum sem ég hygg að þurfi að grandskoða og gefa sér betri tíma í er það hvernig stjórnarskránni er breytt.