141. löggjafarþing — 77. fundur,  11. feb. 2013.

Húsavíkurflugvöllur.

313. mál
[17:00]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg):

Hæstv. forseti. Ég vil taka fram að ég tel að áherslur mínar og hv. þingmanns hvað varðar flugið og flugsamgöngur við landsbyggðina séu mjög áþekkar. Ég tel að við þurfum að huga betur að jafnvæginu á milli samgangna á landi, á sjó og í lofti en verið hefur. Nú hillir undir það að við bjóðum út strandsiglingar þannig að þar yrði stigið framfaraskref. Ég ítreka að lokum það sjónarmið að við þurfum að huga betur að fluginu og tryggja flugsamgöngur meðal annars til þeirra svæða sem hv. þingmaður nefndi sérstaklega.