141. löggjafarþing — 80. fundur,  13. feb. 2013.

lengd þingfundar.

[15:52]
Horfa

Mörður Árnason (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Á fimmtudagskvöldið fyrir hlé var staðan þannig að ég var 17. maður á mælendaskrá en um kvöldið þegar búið var að slíta þingfundi sá ég að í mig hafði verið hringt og mér var sagt að það hefði verið til að kalla mig í ræðustól. Ég átti ekki von á því að vera kallaður þangað, en það var vegna þess að þeir tíu sem á undan mér voru, þar af átta stjórnarandstæðingar úr Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki, höfðu heykst á að tala.

Ég man ekki betur en að það hafi verið þannig, a.m.k. í frásögninni, að hv. þm. Einar K. Guðfinnsson hafi verið gripinn glóðvolgur frammi á gangi, hafi ekki treyst sér til að tala en þó látið setja sig á mælendaskrá þannig að það væri hægt að fresta umræðunni.

Þetta var allur hetjuskapur stjórnarandstæðinga það kvöldið.