141. löggjafarþing — 84. fundur,  20. feb. 2013.

dómstólar o.fl.

12. mál
[16:54]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr):

Forseti. Það gleður mig að sjá græna vegginn, að allir þingmenn greiði þessu máli atkvæði sitt. Fyrir mér er þetta enn ein sönnunin um að við þingmenn getum unnið mjög vel saman að góðum málum. Þessi vinnustaður gengur ekki bara út á að berjast með spjótum.

Ég þakka hv. þm. Álfheiði Ingadóttur fyrir að leggja málið fyrir á þinginu og jafnframt allsherjar- og menntamálanefnd fyrir mjög fagleg vinnubrögð í kringum það. Ég er mjög ánægð með hv. þingmenn í málinu og vil þakka þinginu fyrir það.