141. löggjafarþing — 86. fundur,  25. feb. 2013.

mál á dagskrá.

[15:49]
Horfa

Siv Friðleifsdóttir (F):

Virðulegur forseti. Ég ákvað að blanda mér í þetta mál af því að hæstv. innanríkisráðherra gerði það. Ég er ekki alveg sátt við hvernig það var gert.

Þessi þingsályktunartillaga um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu sem ég er fyrsti flutningsmaður að gengur út á að veita lögreglu á Íslandi sambærilegar heimildir og lögreglan á Norðurlöndum hefur og víðast hvar annars staðar í Evrópu. Þetta er í annað skipti sem málið kemst út úr nefnd og það er góður meiri hluti í nefndinni fyrir málinu. Það eru líka fyrirvarar, það ber að halda því til haga, en málið er sem sagt komið út úr nefndinni.

Þetta mál er alls ekki, eins og hæstv. ráðherra ýjar hér að, sama málið og hann er sjálfur með í nefndinni. Það gengur allt of skammt og er um annað. Það er ekki hægt að blanda því máli inn í þetta mál. Ef Alþingi Íslendinga ætlar að standa undir nafni á það að klára þessa þingsályktunartillögu með atkvæðagreiðslu og ná fram meiri hlutanum. Þá fer innanríkisráðuneytið í að vinna löggjöfina og við afgreiðum svo vonandi seinna sambærilegar heimildir og lögreglan hefur annars staðar.