141. löggjafarþing — 88. fundur,  26. feb. 2013.

Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu.

194. mál
[15:28]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (S):

Frú forseti. Þó að maður fái nú ekki mikið fyrir það að hæla vinnu nefndarinnar ætla ég engu að síður að draga það fram að þetta er grein sem við ræddum í þaula, 16. gr. Hún er stórhættuleg eins og hún lítur út í frumvarpinu því að hún hefði í raun veitt Ríkisútvarpinu óskilyrta heimild til að vaða í hvaða starfsemi sem er. Hér er meiri hluti nefndarinnar, af veikum mætti þó, að reyna að takmarka þessa grein. Ég vil fyrir mína parta sitja hjá í þessari grein en undirstrika það að þessi breyting meiri hlutans er til bóta. Engu að síður er þetta ein af þeim greinum sem ég tel að við verðum að fara betur yfir í meðferð nefndarinnar milli 2. og 3. umr.