141. löggjafarþing — 88. fundur,  26. feb. 2013.

lyfjalög.

460. mál
[15:32]
Horfa

Þuríður Backman (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Í frumvarpi þessu er verið að breyta lyfjalögum, þ.e. verið er að innleiða tilskipun Evrópusambandsins um lyfjablandað fóður. Lyfjastofnun verður falið að veita leyfi til innflutnings eða framleiðslu lyfjablandaðs fóðurs handa dýrum og öll leyfi og eftirlit verður í höndum Lyfjastofnunar. Lyfjablandað fóður hefur ekki verið hér á markaði. Það stendur ekki til að hafa lyfjablandað fóður í okkar framleiðslu. Hér er eingöngu verið að uppfylla skilyrði tilskipunar um að regluverkið skuli vera til staðar. Við viljum þetta ekki inn á markaðinn. Það stendur ekki til að þetta komi inn á markaðinn.