141. löggjafarþing — 106. fundur,  18. mars 2013.

innheimtulaun lögmanna.

[10:16]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. fyrirspyrjanda fyrir að taka þetta mál upp, sem hv. þingmaður hefur gert áður. Það er alveg rétt sem fram hefur komið að tillögurnar hafa gengið til Lögmannafélagsins til umsagnar. Síðast í morgun kallaði ég eftir því hvort þær væru komnar vegna þess að ég vildi að við gengjum frá þeim málum hið allra fyrsta og það verður vonandi gert. En málið er enn í umsagnarferli.