141. löggjafarþing — 106. fundur,  18. mars 2013.

stjórnarskipunarlög.

641. mál
[15:13]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr) (andsvar):

Forseti. Mig langaði að spyrja hv. þingmann hvað honum finnst um að við séum að ræða þessa svokölluðu sáttatillögu um nýju stjórnarskrána. Það er hreinlega engin sátt um hana og sé ekki fram á að nein sátt náist um tillöguna. Mig langaði að spyrja hv. þingmann hvort honum fyndist ekki hreinlega eðlilegra að við ræddum bara efnislega um stjórnarskrána í staðinn fyrir að ræða um tíma og ósætti. Mér finnst ekki góður bragur á umræðunni þegar ný stjórnarskrá er rædd á þennan hátt. Hvað finnst þingmanninum um að við tökum stjórnarskrána á dagskrá?