141. löggjafarþing — 108. fundur,  21. mars 2013.

stjórnarskipunarlög.

641. mál
[12:56]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Eins og þingmanninum er kunnugt um er gert ráð fyrir að ákvæðið sem hún vísaði til gildi til ársins 2017, þ.e. næsta kjörtímabil. (VigH: Nei, það er búið að breyta því.) Ég geri ekki ráð fyrir því að ákvæðið verði framlengt eftir það. Hins vegar er það svo að (Gripið fram í.) sú leið sem við höfum núna til að breyta stjórnarskránni, þ.e. tvö þing, er frekar þung í vöfum (Gripið fram í: Já.) en þó er sú leið sem við erum að fara nú, þ.e. að krefjast 2/3 hluta þingmanna til að geta breytt stjórnarskrá og síðan meiri hluta í þjóðaratkvæðagreiðslu, að mínu mati þyngri. Hún er þyngri í vöfum en sú leið sem við notum núna. Það er akkúrat í anda þess sem hv. þingmaður er að heimta.