142. löggjafarþing — 22. fundur,  4. júlí 2013.

almannatryggingar og málefni aldraðra.

25. mál
[18:38]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Herra forseti. Eins og sjá má styður minni hlutinn þessa grein frumvarpsins enda viljum við ekki greiða atkvæði gegn því að einhverjir fái skerðingar sínar dregnar til baka. Við hefðum kosið samt, eins og kom fram í ræðum í dag, aðra forgangsröðun, þar sem byrjað væri á þeim sem minnst hafa og breytingartillögur okkar bera merki um það. En við styðjum þessa tillögu þrátt fyrir að í umsögnum margra umsagnaraðila hafi komið fram að þær séu óheppileg leið ef pólitískur vilji standi til að innleiða kerfisbreytingar almannatrygginga.