142. löggjafarþing — 23. fundur,  4. júlí 2013.

dagskrártillaga.

[23:08]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Herra forseti. Það var að upplýsast rétt áðan að umrædd persóna hefði óskað eftir ríkisborgararétti. Þvílíkur er hraðinn og flumbrugangurinn. Nú geta nefndir þingsins tekið upp mál að eigin frumkvæði og ég legg þá til að umrædd nefnd sem fengi þetta mál taki bara málið upp að eigin frumkvæði. Hún getur gert það, hefur heimild til þess samkvæmt þingsköpum. En ég sé enga ástæðu til þess, með þessum mikla hraða, að vísa málinu til nefndarinnar eða taka það yfirleitt upp eða á dagskrá. (ÖJ: Ertu ekki að leggja það til?) Nei, ég er að leggja til að nefndin taki málið upp á sína arma. (ÖJ: Þú ert að leggja það til.) Já, hún geti gert það og þarf ekki til atbeina þingsins með þessum hraða þar sem ég veit ekki einu sinni hvort viðkomandi persóna óskar eftir ríkisborgararétti. Og eins og ég gat um áðan veitir Alþingi ekki hæli. Ég greiði því atkvæði gegn þessari tillögu.