143. löggjafarþing — 6. fundur,  9. okt. 2013.

sjúkraskrár.

24. mál
[16:41]
Horfa

Össur Skarphéðinsson (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Það er mér alveg nóg að hæstv. ráðherra tekur undir að skoða þurfi hvort ekki eigi með einhverjum hætti að skilgreina betur orðalagið „ríkar ástæður“. Það má auðvitað segja að síðar í þeirri grein sé örlítil þrenging, þar er vísað til hagsmuna þess sem leggur fram óskina. Ég tel að þetta sé þannig mál að það verðskuldi í öllu falli, þrátt fyrir annir þeirrar þingnefndar sem mun fá það, að menn gefi því gaum og fái á því álit siðfræðinga og annarra sem hafa örugglega skoðað það í kjölinn.

Að öðru leyti þakka ég hæstv. ráðherra fyrir það að hann hefur fundið málið aftur.