143. löggjafarþing — 6. fundur,  9. okt. 2013.

sjúkraskrár.

24. mál
[16:42]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Kristján Þór Júlíusson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tek undir að þetta beri að skoða og treysti því að það verði gert. Ég þakka sömuleiðis að hv. þm. Össur Skarphéðinsson er kominn aftur með sitt glæsta mál en þarf ekki að mæla þetta út úr þröngum stokki hér fyrir hverri innleiðingunni á fætur annarri varðandi EES-málin og geti nú tekið frjálst til orða um hvað eina sem hér kemur í sali. (ÖS: Það var á dagskránni áðan.)