143. löggjafarþing — 7. fundur,  10. okt. 2013.

bráðaaðgerðir til að efla leigumarkað á Íslandi.

5. mál
[12:27]
Horfa

Páll Jóhann Pálsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Já, ég get alveg skilið þá rústabjörgun sem var og geri mér grein fyrir henni. Fyrstu tvö árin var sannarlega verið í rústabjörgun. En síðustu tvö ár hefði ég haldið að gera hefði mátt aðeins betur. Hvað um það. Við skulum ekkert vera að líta í baksýnisspegilinn. Nú tökum við bara höndum saman. Við erum sammála, heyrist mér, um þessi verkefni í megindráttum. Ég heyri ekki annað en að hvar sem fólk standi í pólitík sé það sammála um þau meginmarkmið sem við þurfum að vinna að.