143. löggjafarþing — 13. fundur,  31. okt. 2013.

undanþágur frá upplýsingalögum.

[10:52]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Það sem skiptir höfuðmáli í þessu ferli er að samkvæmt því sem kemur fram í bréfi frá Samkeppniseftirlitinu til starfsmanns Pírata segir embættismaður eftirfarandi: Varðandi síðara atriðið vísar Samkeppniseftirlitið á forsætisráðuneytið varðandi svör um málsmeðferð ráðuneytisins vegna lögbundinna umsagna og ákvörðunartöku í tengslum við undanþágubeiðni á grundvelli upplýsingalaganna.

Ég er alveg sammála því að það er í lagi að veita undanþágur í þessum tilfellum eins og hæstv. forsætisráðherra greinir frá, en ég vil spyrja og ítreka: Lá skýrt fyrir að þessi umsókn hefði fengið undanþágu frá Samkeppniseftirlitinu? Ég hvet hæstv. ráðherra til að lesa 3. mgr., þessi undanþága verður að koma frá Samkeppniseftirlitinu. Það er liður í lagabálkinum. Ráðherra og öðrum ber að fylgja lögum.