143. löggjafarþing — 14. fundur,  1. nóv. 2013.

umfjöllun nefnd um þingmannamál.

[12:50]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegi forseti. Þá er komið að lokum enn eins þingdagsins sem stendur aðeins rétt tvær klukkustundir og er búinn nú í hádeginu vegna þess að það eru einfaldlega engin stjórnarmálefni til að taka til umfjöllunar. Þó að það sé út af fyrir sig fagnaðarefni að ekki séu mál frá ríkisstjórninni í þinginu og að stjórnarandstaðan leggi mál inn til umræðu og á dagskrá þingsins dag eftir dag, kallar það auðvitað á að þau mál sem stjórnarandstaðan hefur verið að mæla fyrir hér í dag fái umræðu og umfjöllun í nefnd og komi aftur hingað til afgreiðslu að lokinni þeirri umfjöllun.